18.11.2010 | 20:12
Fjölgun dómara í Hæstarétti
Nú les maður að Ögmundur, ráðherra dóms- og löggæslumála, sé kominn fram með frumvarp til fjölgunar dómara í Hæstarétti úr 9 í 12
Þessi fjölgun er skiljanleg þar sem málum fyrir dómnum hefur snarfjölgað á skömmum tíma og þeir anna ekki hlutverki sínu. Þetta er ekki ókunnugleg staða fyrir lögregluna í landinu. Verkefnum hefur fjölgað, þó tölfræðisnillingar sumra embætta hafi með göldrum líkum reikniaðferðum sýnt frammá að sumum afbrotum hafi fækkað. Þau verkefni sem fækkar svo mikið eru, svo undarlega sem það kemur fyrir sjónir, þau verkefni sem eru hvað tímafrekust. Þeir sem vinna þessa vinnu á vettvangi vita betur, fækkun er skrumskæling á raunveruleikanum. Þegar verkefnum fjölgar hjá lögreglu er gripið til þess að draga úr akstri lögreglutækja svo lögreglu er í raun haldið frá sumum af þeim verkefnum sem þeir eiga að sinna. En tölfræðin segir að þeim verkefnum fjölgi, hvernig má það vera. Jú, eftirlitsmyndavélar við þjóðvegi landsins halda tölfræðigúrúum við efnið og hjálpa þeim við enn eitt tölfræðifurðuverkið.
Þegar afkastakrísa kemur upp í dómskerfinu er dómurum fjölgað, en ekki lögreglu.
Ef eitthvað réttlæti væri til í þessu væri eðlilegt að fjölga lögreglumönnum um ríflega 200 manns, þá væri hlutskipti eðlilegt. 30% fjölgun dómara er reyndar tímabundin en reynslan hefur sýnt að þegar slík tímabundin innspýting kemur inn er hún oft ekki dregin til baka.
Verkefni eftirlitsmyndavéla er mjög takmarkað, hraðakstur er þeirra verkefni. Sé ökumaður sem kemur í mynd á slíkri vél undir einhverjum áhrifum kemur það ekki fram, ef hann er sviptur ökuréttindum kemur það ekki fram, sé hann eftirlýstur kemur það ekki fram. Til að halda uppi raunverulegu eftirliti með ökumönnum þurfa lögreglumenn að koma að málinu á vettvangi. Það gerist ekki með því að skorða þá inni vegna sparnaðar. Á sama tíma og umtalaður sparnaður í rekstri lögreglu kemur fram í minna eftirliti vogar fjármálaráðherra að leggja fram fjárlagafrumvarp með áætluðum óbreyttum tekjum ríkissjóðs af svo kölluðum lögreglumannasektum milli ára.
Er hægt að skilja þetta ?
Dómurum fjölgað tímabundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2010 | 23:23
Fjölgun dómara í Hæstarétti
Nú les maður að Ögmundur, ráðherra dóms- og löggæslumála, sé kominn fram með frumvarp til fjölgunar dómara í Hæstarétti úr 9 í 12
Þessi fjölgun er skiljanleg þar sem málum fyrir dómnum hefur snarfjölgað á skömmum tíma og þeir anna ekki hlutverki sínu. Þetta er ekki ókunnugleg staða fyrir lögregluna í landinu. Verkefnum hefur fjölgað, þó tölfræðisnillingar sumra embætta hafi með göldrum líkum reikniaðferðum sýnt frammá að sumum afbrotum hafi fækkað. Þau verkefni sem fækkar svo mikið eru, svo undarlega sem það kemur fyrir sjónir, þau verkefni sem eru hvað tímafrekust. Þeir sem vinna þessa vinnu á vettvangi vita betur, fækkun er skrumskæling á raunveruleikanum. Þegar verkefnum fjölgar hjá lögreglu er gripið til þess að draga úr akstri lögreglutækja svo lögreglu er í raun haldið frá sumum af þeim verkefnum sem þeir eiga að sinna. En tölfræðin segir að þeim verkefnum fjölgi, hvernig má það vera. Jú, eftirlitsmyndavélar við þjóðvegi landsins halda tölfræðigúrúum við efnið og hjálpa þeim við enn eitt tölfræðifurðuverkið.
Þegar afkastakrísa kemur upp í dómskerfinu er dómurum fjölgað, en ekki lögreglu.
Ef eitthvað réttlæti væri til í þessu væri eðlilegt að fjölga lögreglumönnum um ríflega 200 manns, þá væri hlutskipti eðlilegt. 30% fjölgun dómara er reyndar tímabundin en reynslan hefur sýnt að þegar slík tímabundin innspýting kemur inn er hún oft ekki dregin til baka.
Verkefni eftirlitsmyndavéla er mjög takmarkað, hraðakstur er þeirra verkefni. Sé ökumaður sem kemur í mynd á slíkri vél undir einhverjum áhrifum kemur það ekki fram, ef hann er sviptur ökuréttindum kemur það ekki fram, sé hann eftirlýstur kemur það ekki fram. Til að halda uppi raunverulegu eftirliti með ökumönnum þurfa lögreglumenn að koma að málinu á vettvangi. Það gerist ekki með því að skorða þá inni vegna sparnaðar. Á sama tíma og umtalaður sparnaður í rekstri lögreglu kemur fram í minna eftirliti vogar fjármálaráðherra að leggja fram fjárlagafrumvarp með áætluðum óbreyttum tekjum ríkissjóðs af svo kölluðum lögreglumannasektum milli ára.
Er hægt að skilja þetta ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2010 | 01:40
Laun stórmeistara í skák.
Ég komst að því að til eru lög um laun stórmeistara í skák. Já, ég er ekki að grínast, þessi lög eru til. Þar er tilgreint að laun stórmeistara skuli vera fimmföld laun rektors við Háskóla Íslands, Það er ekki nánar skilgreint hvað það þýðir en ég ímynda mér að það sé það sem leggst til á hverju ári. Mér er því spurn, hvað eru margri á þessum launum og afhverju ? Eru þessir stórmeistara ekki að vinna einhvers staðar fulla vinnu og í ágætum stöðum ? Skák er góð og holl íþrótt fyrir heilann en væri ekki nær að nota þessa peningar í grunninn, menntun ungmenna eða annað uppbyggilegt ? Nei, ég bara spyr.
Eru kanski til fleiri svona litlar peningaholur þar sem peningar hverfa niður í svo tugum milljóna skiptir ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2010 | 17:40
Ísland - skálkaskjól
Í fréttum fjölmiðla má lesa að skipulögð glæpastarfsemi fari vaxandi hér á landi og þar séu ólöglegir klúbbar tengdir vélhjólum áberandi. Á sama tíma fer ríkisvaldið offari í niðurskurði fjárveitinga m.a. til löggæslu í landinu okkar.
Hvernig á lögreglan að bregðast við svona fréttaflutningi ? Starfsemi lögreglu byggist á lögum nr.90/1996 sem tóku gildi 1. júlí 1997 og kallast í daglegu tali Lögreglulög. Þar er í fyrstu grein tekið fram að það sé ríkið sem heldur uppi starfsemi lögreglu. Í b. lið annarar greinar um hlutverk lögreglu segir : " að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins. "
Með niðurskurði til löggæslu og þar með skerðingu á hæfni lögreglu til að sinna skyldum sínum fæ ég ekki betur séð en verið sé að brjóta lög. Þess ber að geta að ekki get ég séð að refsiákvæði fylgi brotið við lögum þessum nema að litlum hluta og í raun svipað uppá tengingnum og við brot á fjárlögum ríkisins, engin er ábyrgur fyrir neinu sem farið getur illa.
Til að bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi þarf lögreglan sértækar rannsóknarheimildir, núverandi heimildir duga skammt. Þetta vita skipuleggjendur glæpastarfsemi og líta á Íslands sem skjól til að skipuleggja starfsemi sína annars staðar í heiminum. Er það eftirsóknarverð staða fyrir landið að vera í ? Skálkaskjól fyrir glæpamenn ? Glæpamannadekur hefur ríkt hér á landi á kostnað brotaþola sem þurfa að leggja mun meira á sig til að fá úrlausn sinna mála en þeirra glæpamanna sem framja afbrotin. Úrræðaleysi það sem lögreglan stendur frammi fyrir við rannsóknir hefur vakið furðu, ekki síst hjá erlendum lögregluliðum
Þær þjóðir sem farið hafa í gegnum álíka hremmingar og íslenska þjóðin glímir við um þessar mundir og miðlað hafa íslenskum ráðamönnum af reynslu sinni hafa allar gefið það ráð að láta aðhaldsaðgerðir og niðurskurð ekki koma niður á löggæslu- og heilbrigðisstéttum.
Ráðamenn hafa skellt skollaeyrum við þessum ráðleggingum á sama hátt og þeir hafa skellt skollaeyrum við ráðlegginum sem komið hafa frá öðrum pólitískum öflum en þeim sem eru í ríkisstjórn.
Hvers vegna þiggur ríkisstjórnin ekki ráðleggingar þeirra sem reynsluna hafa ?
Vélhjólagengi auka umsvif sín í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2010 | 17:33
Skipulagðri glæpastarfsemi vex ásmegin.
Í fréttum fjölmiðla má lesa að skipulögð glæpastarfsemi fari vaxandi hér á landi og þar séu ólöglegir klúbbar tengdir vélhjólum áberandi. Á sama tíma fer ríkisvaldið offari í niðurskurði fjárveitinga m.a. til löggæslu í landinu okkar.
Hvernig á lögreglan að bregðast við svona fréttaflutningi ? Starfsemi lögreglu byggist á lögum nr.90/1996 sem tóku gildi 1. júlí 1997 og kallast í daglegu tali Lögreglulög. Þar er í fyrstu grein tekið fram að það sé ríkið sem heldur uppi starfsemi lögreglu. Í b. lið annarar greinar um hlutverk lögreglu segir : " að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins. "
Með niðurskurði til löggæslu og þar með skerðingu á hæfni lögreglu til að sinna skyldum sínum fæ ég ekki betur séð en verið sé að brjóta lög. Þess ber að geta að ekki get ég séð að refsiákvæði fylgi brotið við lögum þessum nema að litlum hluta og í raun svipað uppá tengingnum og við brot á fjárlögum ríkisins, engin er ábyrgur fyrir neinu sem farið getur illa.
Til að bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi þarf lögreglan sértækar rannsóknarheimildir, núverandi heimildir duga skammt. Þetta vita skipuleggjendur glæpastarfsemi og líta á Íslands sem skjól til að skipuleggja starfsemi sína annars staðar í heiminum. Er það eftirsóknarverð staða fyrir landið að vera í ? Skálkaskjól fyrir glæpamenn ? Glæpamannadekur hefur ríkt hér á landi á kostnað brotaþola sem þurfa að leggja mun meira á sig til að fá úrlausn sinna mála en þeirra glæpamanna sem framja afbrotin. Úrræðaleysi það sem lögreglan stendur frammi fyrir við rannsóknir hefur vakið furðu, ekki síst hjá erlendum lögregluliðum
Þær þjóðir sem farið hafa í gegnum álíka hremmingar og íslenska þjóðin glímir við um þessar mundir og miðlað hafa íslenskum ráðamönnum af reynslu sinni hafa allar gefið það ráð að láta aðhaldsaðgerðir og niðurskurð ekki koma niður á löggæslu- og heilbrigðisstéttum.
Ráðamenn hafa skellt skollaeyrum við þessum ráðleggingum á sama hátt og þeir hafa skellt skollaeyrum við ráðlegginum sem komið hafa frá öðrum pólitískum öflum en þeim sem eru í ríkisstjórn.
Hvers vegna þiggur ríkisstjórnin ekki ráðleggingar þeirra sem reynsluna hafa ?
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
kristjanok
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar