Ísland - skálkaskjól

Í fréttum fjölmiðla má lesa að skipulögð glæpastarfsemi fari vaxandi hér á landi og þar séu ólöglegir klúbbar tengdir vélhjólum áberandi.   Á sama tíma fer ríkisvaldið offari í niðurskurði fjárveitinga m.a. til löggæslu í landinu okkar. 

Hvernig á lögreglan að bregðast við svona fréttaflutningi ?  Starfsemi lögreglu byggist á lögum nr.90/1996 sem tóku gildi 1. júlí 1997 og kallast í daglegu tali Lögreglulög.  Þar er í fyrstu grein tekið fram að það sé ríkið sem heldur uppi starfsemi lögreglu.  Í b. lið annarar greinar um hlutverk lögreglu segir : " að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins. "

Með niðurskurði til löggæslu og þar með skerðingu á hæfni lögreglu til að sinna skyldum sínum fæ ég ekki betur séð en verið sé að brjóta lög.  Þess ber að geta að ekki get ég séð að refsiákvæði fylgi brotið við lögum þessum nema að litlum hluta og í raun svipað uppá tengingnum og við brot á fjárlögum ríkisins, engin er ábyrgur fyrir neinu sem farið getur illa.

Til að bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi þarf lögreglan sértækar rannsóknarheimildir, núverandi heimildir duga skammt.  Þetta vita skipuleggjendur glæpastarfsemi og líta á Íslands sem skjól til að skipuleggja starfsemi sína annars staðar í heiminum.  Er það eftirsóknarverð staða fyrir landið að vera í ?  Skálkaskjól fyrir glæpamenn ?  Glæpamannadekur hefur ríkt hér á landi á kostnað brotaþola sem þurfa að leggja mun meira á sig til að fá úrlausn sinna mála en þeirra glæpamanna sem framja afbrotin.  Úrræðaleysi það sem lögreglan stendur frammi fyrir við rannsóknir hefur vakið furðu, ekki síst hjá erlendum lögregluliðum

Þær þjóðir sem farið hafa í gegnum álíka hremmingar og íslenska þjóðin glímir við um þessar mundir og miðlað hafa íslenskum ráðamönnum af reynslu sinni hafa allar gefið það ráð að láta aðhaldsaðgerðir og niðurskurð ekki koma niður á löggæslu- og heilbrigðisstéttum. 

Ráðamenn hafa skellt skollaeyrum við þessum ráðleggingum á sama hátt og þeir hafa skellt skollaeyrum við ráðlegginum sem komið hafa frá öðrum pólitískum öflum en þeim sem eru í ríkisstjórn. 

Hvers vegna þiggur ríkisstjórnin ekki ráðleggingar þeirra sem reynsluna hafa ? 


mbl.is Vélhjólagengi auka umsvif sín í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Durtur

Mér finnst nú að það þurfi að fara mjög varlega í rýmkun rannsóknarheimilda til að varðveita frelsi hins almenna borgara--það eru ótal ástæður til að óttast svoleiðis æfingar, nærtækasta dæmið er líklega Bandaríkin eftir 2001...

Lögreglan hefur einmitt (að því að mér finnst) staðið sig frábærlega í að halda Vítisenglunum frá landinu, sérstaklega ef tekið er tillit til þess hvað hún hefur haft lítið til að vinna með, en það er engu að síður ekkert minna en þjóðarskömm hvernig við erum að fara með lögreglumennina og -konurnar okkar þessi misserin; það hreinlega verður  að bjóða þeim mannsæmandi laun fyrir þetta mjög svo erfiða og óþakkláta starf, og fjölga þeim til að minnka álagið. Í það allra minnsta ættum við að sýna þeim þakklæti okkar og virðingu í hegðun og verki--afhverju eru ennþá engin mótmæli gegn þessari meðferð, t.d.?

Til að forðast misskilning tek ég fram að ég er sammála þér í einu og öllu mema einhverju offorsi í rýmkun rannsóknarheimilda; vissulega verður einhversstaðar að skera niður í þessu árferði en mér finnst við vera að gera það á kolvitlausum stöðum.

Durtur, 8.10.2010 kl. 20:38

2 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Ég er sammála Durti og megninu sem er fyrir ofan.

Ég heyrði frá  einum fyrrverandi Hells Angel wanabe, að aðal ástæðan fyrir því að Hells Angels eru að færa sig til Íslands er að fyrirbyggja að þeirra helstu andstæðingar Bandítós að ég held eru kallaðir nái fótfestu hér.  Svo eitt slæma er að reyna fyrirbyggja annað verra. Ég hef nú ekki heyrt annað eins vitleysu. Við höfum alveg nóg með innlenda krimma, svo erlendum er ekki við bætandi er mín skoðun.. 

Sveinn Þór Hrafnsson, 8.10.2010 kl. 21:49

3 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

En það má ekki gleymast í umræðunni, að helstu tekju lindin allra þessara glæpagenga er Heróín og sjálfsögðu annað bannað eiturlyf. En samt fyndið þegar talibanar voru í því að útrýma Heróín útflutningnum fyrir 2001. Núna stöndum við fyrir mestu aukningu ever síðan bandamenn réðust inn til Afganistan. Svona fréttir lætur man hugsa, vopna burður og dóp framleiðsla virðist haldast í hendur. Og ekki skiptir hvort er um að ræða vestrænan hergagna sölur eð annað. Dóp peningur er eins góður og hver annar peningur..

Sveinn Þór Hrafnsson, 8.10.2010 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kristjanok

Höfundur

Kristján Örn Kristjánsson
Kristján Örn Kristjánsson
Þátttakandi í umræðu og fróðleiksfús fjölskyldumaður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...132_1034568
  • DSC00132
  • ...dsc00013
  • ...003_1032865

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband