13.11.2010 | 23:23
Fjölgun dómara í Hæstarétti
Nú les maður að Ögmundur, ráðherra dóms- og löggæslumála, sé kominn fram með frumvarp til fjölgunar dómara í Hæstarétti úr 9 í 12
Þessi fjölgun er skiljanleg þar sem málum fyrir dómnum hefur snarfjölgað á skömmum tíma og þeir anna ekki hlutverki sínu. Þetta er ekki ókunnugleg staða fyrir lögregluna í landinu. Verkefnum hefur fjölgað, þó tölfræðisnillingar sumra embætta hafi með göldrum líkum reikniaðferðum sýnt frammá að sumum afbrotum hafi fækkað. Þau verkefni sem fækkar svo mikið eru, svo undarlega sem það kemur fyrir sjónir, þau verkefni sem eru hvað tímafrekust. Þeir sem vinna þessa vinnu á vettvangi vita betur, fækkun er skrumskæling á raunveruleikanum. Þegar verkefnum fjölgar hjá lögreglu er gripið til þess að draga úr akstri lögreglutækja svo lögreglu er í raun haldið frá sumum af þeim verkefnum sem þeir eiga að sinna. En tölfræðin segir að þeim verkefnum fjölgi, hvernig má það vera. Jú, eftirlitsmyndavélar við þjóðvegi landsins halda tölfræðigúrúum við efnið og hjálpa þeim við enn eitt tölfræðifurðuverkið.
Þegar afkastakrísa kemur upp í dómskerfinu er dómurum fjölgað, en ekki lögreglu.
Ef eitthvað réttlæti væri til í þessu væri eðlilegt að fjölga lögreglumönnum um ríflega 200 manns, þá væri hlutskipti eðlilegt. 30% fjölgun dómara er reyndar tímabundin en reynslan hefur sýnt að þegar slík tímabundin innspýting kemur inn er hún oft ekki dregin til baka.
Verkefni eftirlitsmyndavéla er mjög takmarkað, hraðakstur er þeirra verkefni. Sé ökumaður sem kemur í mynd á slíkri vél undir einhverjum áhrifum kemur það ekki fram, ef hann er sviptur ökuréttindum kemur það ekki fram, sé hann eftirlýstur kemur það ekki fram. Til að halda uppi raunverulegu eftirliti með ökumönnum þurfa lögreglumenn að koma að málinu á vettvangi. Það gerist ekki með því að skorða þá inni vegna sparnaðar. Á sama tíma og umtalaður sparnaður í rekstri lögreglu kemur fram í minna eftirliti vogar fjármálaráðherra að leggja fram fjárlagafrumvarp með áætluðum óbreyttum tekjum ríkissjóðs af svo kölluðum lögreglumannasektum milli ára.
Er hægt að skilja þetta ?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Löggæsla | Breytt s.d. kl. 23:28 | Facebook
Um bloggið
kristjanok
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.